Starf ferðafulltrúa

March 5, 2014

Trek ferðir leita að öflugum einstakling í framtíðarstarf ferðafulltrúa  á skrifstofu fyrirtækisins. 

Við leitum að jákvæðum og sjálfstæðum starfskrafti með mikla samskiptahæfileika og brennandi áhuga á ferðalögum í náttúru Íslands. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu innan ferðaþjónustunnar, sé talnaglöggur og hafi metnað til að vaxa í starfi. Um er að að ræða fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf í ört vaxandi fyrirtæki með sterkann grunn.

Helstu verkefni:

 • Svörun fyrirspurna, í tölvupósti og síma
 • Móttaka og utanumhald bókana í ferðir
 • Tilboðsgerð og sala ferða
 • Gerð ferðagagna
 • Samskipti við viðskiptavini um allan heim

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Góð kunnátta í íslensku, talaðri og ritaðri
 • Góð kunnátta í ensku, talaðri og ritaðri
 • Góð kunnátta í þýsku og/eða frönsku, talaðri og ritaðri
 • Reynsla af störfum í ferðaþjónustu
 • Skipulagshæfileikar og útsjónarsemi
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Góð almenn tölvuþekking

Nánari upplýsingar má fá í síma 571-3344 eða hjá Styrmi, styrmir@trek.is. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á styrmir@trek.is fyrir 20. mars 2014.

Trek ferðir ehf. er framsækið fyrirtæki sem hannar, selur og framkvæmir útivistarferðir fyrir erlenda ferðamenn. Fyrirtækið sérhæfir sig í göngu-, hjóla-, og skíðaferðum um óbyggðir Íslands á öllum árstímum. Innan fyrirtækisins er að finna áratuga reynslu af ferðaþjónustu og þar sem mikil áhersla er lögð á gæði, fagmennsku og jákvæðann starfsanda. Á næstu mánuðum mun fyrirtækið flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í Kópavogi.